Hún hló!

Það er orðið nokkuð langt síðan ég gerði mér grein fyrir að réttlætistilfinningin sem einkenndi Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem unga baráttukonu, hafði orðið að víkja fyrir "háleitari" hugmyndum um frægð og frama.

En lengi skal manninn reyna og nú er mér GERSAMLEGA OFBOÐIÐ. Hún HLÓ, eða væri nákvæmara að segja glotti, eða flissaði, Þegar hún lýsti því að hún kynni ekki önnur ráð en að leita til láglaunafólks, öryrkja, jafnvel atvinnulausra, líkt og annarra í samfélaginu, til að leysa "þjóðina" úr kreppunni. Ingibjörg, ég veit að þú notaðir ekki þessi orð en meiningin var sú sama. Þú veist það.

Þú varst í raun að segja að það væri svo miklu meira að sækja í vasa venjulegs láglaunafólks en punga gróðafíklanna. Eða eru þeir svona fáir? Höfum við misskilið eitthvað?

Nú eigum við inni tölulegar skýringar á því hvers vegna hátekjuskatturinn er bara "táknrænn"

Ég hef reyndar mína skýringu á þessari fjarstæðukenndu fullyrðingu. Ekkert af þessu hálaunafólki sem þykist vera að reyna að "bjarga" okkur hinum, finnur kreppuna á eigin skinni. Jafnvel þó okkur tækist að segja þeim upp vinnunni í kosningum (sem þau, vel að merkja taka ekki í mál að leyfa okkur), þá myndu þau fá ríflega lifvænleg laun fyrir að gera ekki neitt.

Já það er sorglegt að gera sér grein fyrir því að "eigið skinn" skuli vera þessu fólki, sem ætti að líta á sig sem fólk í samfélagsþjónustu, meira virði en réttlætið.

Er nokkur furða að "aðgerðasinnar" fari á stjá þegar svona er komið. Ekki lái ég þeim.

Guðrún Sverrisdóttir


mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband